Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

biblían og samkynhneigð

Jón Valur svarar, varðandi gagnrýni minni á það sem ég tel vera ofsatrú :"Hvað er svona ofsalegt við það? Hvar er "ofsinn"?
Ofsinn og hættan við það , er það að reyna að sannfæra fólk um að um trúverðuleika þessa rits.
Og er oft vitnað í bókina , því til staðfestingar.
En hægt er finna í bókinni ( biblíunni ) flest , með og á móti öllu því sem hér fer fram.
Einnig um samkynhneigð , bæði með og á móti .
En biblían er rit sem er um túlkanir, þeirra sem hana lesa.
19812_1

 

Er vinur Davíðs konungs , Jónatan , deyr , þá segir Davíð þetta í

SÍÐARI  SAMÚELSBÓK

    1:26

 En að hetjurnar skyldu falla í bardaganum
    og Jónatan liggja veginn á hæðum þínum!
  Sárt trega ég þig, bróðir minn Jónatan,
    mjög varstu mér hugljúfur!
    Ást þín var mér undursamlegri en ástir kvenna.

 

En samkynhneigð er dæmd svona í

ÞRIÐJU  BÓK  MÓSE

18:22

Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri.
Það er viðurstyggð.



Samkynhneigð í Kastljósi

Í gær var rætt við Alan Chambers í Kastljósi á RUV.
En Alan er , að sögn , fyrrverandi samkynhneigður .
Alan er forseti Exodus International, samtaka fyrrverandi samkynhneigðra manna .

Í umræðunni á Kastljósi , var mikið notað að samkynhneigð er röng og mikil synd , samkvæmt biblíunni.
Þrátt fyrir að búið er að sanna , vísindalega , að   þeir sem eru samkynhneigðir, fæðast samkynhneigðir.

En í rökum Alans , er trúin notuð til að gagnrýna og dæma samkynhneigða.
En í þessu felst ofsatrú, að taka gamalt rit , og trúa því bókstaflega.

En í þeirri bók er margt , sem hægt er að túlka á marga vegu .
Bæði með og á móti samkynhneigð, og mörgu öðru.

En þegar að hópur einstaklinga , gengur fram með fordóma gagnvart einum hópi, og notar ríkistrúarbrögð sér til aðstoðar , ber vott um mikla vanþekkingu og hræsni.

Og er notaður texti úr biblíunni sér til stuðnings , eins og að það sé sannleikur um allt.

Einn einstaklingur ( Alan ) kemur opinberlega og tjáir sig um sín vandamál , og hans lausn á þeim , eru ekki röksemdir með eða á móti samkynhneigð.
Bókin sem hann vitnar í ,segir , bæði með og á móti , samkynhneigð.

Ofsatrú og/eða bókstafatrú er hættuleg í öllu sínu samhengi .

Að taka gamalt rit , og nota það til rökstuðnings í landi þar sem það á víst að vera trúfrelsi , er hræsni og fordómar. 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband