Þriðjudagur, 13. febrúar 2007
Samkynhneigð í Kastljósi
Í gær var rætt við Alan Chambers í Kastljósi á RUV.
En Alan er , að sögn , fyrrverandi samkynhneigður .
Alan er forseti Exodus International, samtaka fyrrverandi samkynhneigðra manna .
Í umræðunni á Kastljósi , var mikið notað að samkynhneigð er röng og mikil synd , samkvæmt biblíunni.
Þrátt fyrir að búið er að sanna , vísindalega , að þeir sem eru samkynhneigðir, fæðast samkynhneigðir.
En í rökum Alans , er trúin notuð til að gagnrýna og dæma samkynhneigða.
En í þessu felst ofsatrú, að taka gamalt rit , og trúa því bókstaflega.
En í þeirri bók er margt , sem hægt er að túlka á marga vegu .
Bæði með og á móti samkynhneigð, og mörgu öðru.
En þegar að hópur einstaklinga , gengur fram með fordóma gagnvart einum hópi, og notar ríkistrúarbrögð sér til aðstoðar , ber vott um mikla vanþekkingu og hræsni.
Og er notaður texti úr biblíunni sér til stuðnings , eins og að það sé sannleikur um allt.
Einn einstaklingur ( Alan ) kemur opinberlega og tjáir sig um sín vandamál , og hans lausn á þeim , eru ekki röksemdir með eða á móti samkynhneigð.
Bókin sem hann vitnar í ,segir , bæði með og á móti , samkynhneigð.
Ofsatrú og/eða bókstafatrú er hættuleg í öllu sínu samhengi .
Að taka gamalt rit , og nota það til rökstuðnings í landi þar sem það á víst að vera trúfrelsi , er hræsni og fordómar.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:26 | Facebook
Athugasemdir
Púkinn veit eiginlega ekki hvorum hann á að vorkenna meira - hommunum sem eru með sálarflækjur vegna árekstra kynhneigðar og trúarskoðana eða þessum svokölluðu "kristnu" sem hafa ónáttúrulegan áhuga á afskiptum af kynlífi annarra.
Fólk er skrýtin dýrategund.
Púkinn, 13.2.2007 kl. 20:31
"Púkinn" misskilur hlutina, en það skiptir svo sem engu máli, því að ekki rökstyður hann mál sitt.
Jón Valur Jensson, 14.2.2007 kl. 11:56
Halldór, ég er innilega sammála þér...Jón Valur er ekki fær í umræður...þar sem hann þykist "syndlaus" og má þess vegna kasta og kasta steinum í samkynhneygða!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.2.2007 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.