Miðvikudagur, 24. október 2012
Samþykkti sjálftöku á Alþingi - og nú þetta ?
Þór Sari ,einn af þeim þingmönnum sem samþykkti að veita sjálfum sér ágætis launahækkun .
Á síðasta degi Alþingis samþykktu þingmenn lög nr. 85/2012 um breytingar á þingsköpum .
Og þar stendur meðal annars :
Með breytingunni er lagt til að í almennum reglum forsætisnefndar um þingfararkostnað megi ákveða að alþingismenn skuli eiga rétt á að fá greiddan ýmsan kostnað, svo sem við kaup á gleraugum eða heyrnartækjum, krabbameinsleit, líkamsrækt o.fl. Hér er farin sambærileg leið og kjararáð ákvað 19. desember 2006 og fól í sér að embættismenn skyldu eiga rétt á greiðslum úr Styrktarsjóði BHM. Ekki er þó lagt til að stofnaður verði sérstakur fjölskyldu- og styrktarsjóður fyrir alþingismenn heldur fari um rétt alþingismanna í þessum efnum með sambærilegum hætti og um rétt embættismanna. Jafnframt felur þetta ákvæði í sér rétt alþingismanna til fæðingarstyrks eins og á við um embættismenn. Er fyrirhugað að forsætisnefnd setji nánari reglur um hann.
Vilja lögfesta reglu um hámarkslaun verkalýðsforkólfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.