Miðvikudagur, 16. nóvember 2016
Ríkið styður fyrirtækin ,ekki neytendur.
Ótrúlegt að sjá að nú hefur Krónan styrkst um 15 % gagnvart erlendum gjaldmiðlum , en samt lækkar innfluttar vörur ekkert.
Og ef eitthvað er , þá hækka þær.
Var að koma úr einni matvöruverslunarkeðju, og tók eftir að sælgæti og fleiri vörur höfðu hækkað í verði .
Síðastliðinn áramót var tollur á fötum tekinn af , og staðfest síðastliðið vor, að föt lækkuðu ekkert til neytenda.
Hér má sjá lista af tollalækkunum ,og þessar vörur lækkuðu ekki til neytenda.
Að sjálfsögu vildi Ríkistjórnin ekki lækka persónuafsláttin, þeir vilja alls ekki að skattborgarar fái meira peninga í hendur, heldur eru heildsalar og verslunin ávallt verðlaunuð.
Langbest er þessa stundina er að versla erlendis á netinu.
Á meðan Ríkisstjórnin vill ekkert fyrir íbúa þessa gera, þá er best að bæta sinn eigin kaupmátt , og hætta versla hér á landi.
Barnapíutæki sjöfalt dýrara á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Maður segir frá hækkun parketolíu,sem hann mótmælti kröftuglega vegna styrkingar krónunnar. Hann fékk leiðréttingu með það sama. líklega er verðlagseftirlit ekki til lengur.
Helga Kristjánsdóttir, 17.11.2016 kl. 03:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.