Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
Harmleikur í garðinum í kvöld.
Sælt veri fólkið.
Harmleikur átti sér stað í garði vorum í kvöld.
Frúin var við sína hefðbundnu garðvinnu,er skyndilega var ráðist á hana ,og hún stungin.
Það sem framdi brotið ( stunguna ) var geitungi.
Eftir stunguna ,þá var hann eltur ,þar til að heimili hans fannst.
Og reyndist það vera í garðinum.
Eftir mikla ráðstefnu ,var ákveðið að hringja í sérfræðinga , í að losna við þetta heimili geitngana.
Þeim hafði ekki verið boðið gisting þarna í vorum garði.
Sérfræðingurinn kom ,með sinn búnað og tæki .
Og spennan stigmagnaðist,þar til að hann velti steini,og þar sást búið.
Og okkur var tilkynnt, af sérfæðingnum,að þetta væri stærsta bú sumarsins.
Og svo tók hann sig til,og úðaði eiturefnum,í miklu magni á búið.
Og að sjálfsögðu gat ég ekki staðist freistinguna,og tók nokkrar myndir af okkar litla kvöldævintýri.
Hefði samt frekar viljað vera í Bolungarvík með frúnni,heldur en að berjast við geitunga.
En frúnni líður betur .
Geitungabaninn
Geitungabú
Geitungabú hreinsað
Athugasemdir
Ógeðslegar lífverur, geitungar! Það eina í heiminum sem fær mig til að hlaupa!!
Og ég skil vel að þú viljir heldur vera hér í Bolungarvík. Hér er allt svo....ástfangið!
Ylfa Mist Helgadóttir, 14.8.2007 kl. 23:29
ojojoj, gott að frúnni líður betur.
SigrúnSveitó, 15.8.2007 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.