Tuttugu ára bær

Sælt veri fólkið.
Eins og sést á bloggsíðu Karls Tómassonar ,þá á Mosfellsbær tuttugu ára afmæli um þessar mundir.
Og um helgina verða mikil hátíðarhöld.
Hélt alltaf að Mosfellsbær ,væri bærin sem maður þyrfti að keyra í gegnum til að komast til Ísafjarðar.
En Mosfellsbær er bara ágætisbær.
Stór,með ýmislegt sem dregur að gesti og gangandi.
Til dæmis ,golfvöll,sundlaug,og meira segja flugvöll.
Hvort að stærsta flugfélag sé ekki skráð þar með höfuðstöðvar ( atlanta )
En hér eru nokkrar myndir mínar sem ég á ,sem sýna Mosfellsbæ.
Og til hamingju með afmælið ,Mosfellsbær.

img6575zo6

 

99263351zu5

 

img8333pb0

 

img85001gw3

 Herra Guðjón Haraldsson, Verktaki og Mosfellingur

12mangudjonhg9

 

img8340pv2

 

img8570td1

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg

Flottar myndir!  Í minningunni er Hafravatn alltaf flottast og stærst í heimi

Takk fyrir kveðjuna

Vilborg, 24.8.2007 kl. 16:11

2 Smámynd: Karl Tómasson

Sæll kæri Halldór.

Þakka þér allar heimsóknirnar á síðu mína og húmorinn sem er þér örugglega í blóð borinn.

Frábærar ljósmyndir þínar er einnig alltaf jafn gaman að sjá.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 24.8.2007 kl. 23:54

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Virkilega flottar myndir!

Örfáar athugasemdir:

Atlanta flutti fyrir nokkrum árum höfuðstöðvar sínar til Reykjavíkur þannig að í bænum er ekki starfandi flugfélag þar lengur.

Varðandi flugvöllinn þar þá  er tilvera hans dálítið umdeild: fyrir 20-25 árum fengu nokkrir menn leyfi að ryðja flugbraut þar. Þeir áttu litla flugvél í sameign og ekki leið á löngu að áhugamannaklúbbur um flug var stofnað í Mosfellsbæ. Síðan hefur ásókn aukist mjög mikið og eru ekki allir sáttir við það. Meðan umsvifin voru lítil var ekkert amast við þessu. Núna skipta flugvélar tugum og eru ekki lalir á því að fara eftir settum reglum um öryggi og tillitsemi við umhverfið. Við Leirvog er mjög mikilvægar stöðvar hundruð ef ekki þúsunda fugla. Þessu lífi getur stafað hætta af aukinni flugumferð og ef óhapp verður þá getur það orðið mjög afdrifaríkt. Við Mosfellingar viljum því að bæjarstjórn fari yfir þessi mál og spurning hvort vel fari saman núverandi starfsemi flugvallarins við umhverfi sitt. Margt bendir til að aukin ásókn verði í að nota þennan flugvöll sem út frá öryggissjónarmiðum er mjög áfátt.

Mosi vill koma þessum athugasemdum að og með bestu þökkum fyrir góða ljósmyndasýningu.

Mosi - alias 

Guðjón Sigþór Jensson, 25.8.2007 kl. 18:07

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Einstaklega flottar myndir, eins og reyndar áður hjá þér. Ég get ekki að því gert, mig langar til að eiga þig að vini.kv.

Helga R. Einarsdóttir, 25.8.2007 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband