Föstudagur, 14. september 2007
Einföld spurning um Himnaríki
Sælt veri fólkið.
Margt er gott í okkar samfélagi.
Heilbrigðiskerfi ágætt,menntakerfi allt í lagi.
Og kerfi okkar þjónar þeim betur ,sem peninga eiga.
Þarf þá varla að minnast á bankaferðirnar þessa helgina.
En hvað hafa vestfirðingar gert af sér ,sem gerir það að verkum ,að vestfirðingar eru ekki til hjá stjórnvöldum,þessa litla banana "lýðveldis".
Gott dæmi um það er vegakerfið.
Hvernig stendur á því,að á Hellisheiðinni,þar sem orka er framleidd,eins og myndir hér sýna,og þar sem himnaríki er ,þangað er malbikað.
Malbikað til Himnaríkis
En Vestfirðir fá lítið af malbiki, eða hafa þeir enga fulltrúa á þingi ?
Eða hafa þeir enga ráðherra.
Eða hafa þeir fulltrúa ,en þeir hafa bara gleymt,kjósendum sínum ?
Fagurt er á Vestfjörðum,en hér eru tvö lítil dæmi um vegakerfið á þjóðvegi á Barðaströndinni.
En þingmenn og/eða fulltrúar kjósenda -- Hægt var að kjósa ykkur á þing, en það er líka hægt að kjósa ykkur AF þingi .
Athugasemdir
Takk Lísa í Undralandi - kann að meta ummæli þín.
Halldór Sigurðsson, 14.9.2007 kl. 21:12
Góð spurning hjá þér. Hvað hafa vestfirðingar gert af sér ? Það ætti að friða þessa vegi fyrir vestan. Og selja inná þá.
Guðrún (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.