Laugardagur, 1. desember 2007
Fyrsta heimsók mín til þorps sem heitir.....
Sælt veri fólkið.
Dagurinn byrjaði ágætlega . Fagurt veður ,kalt en rólegt.
Svo byrjaði dagurinn fyrir alvöru.
Búlslóðarflutningur , frá Reykjavíkurborg ( ágætis borg ,rétt norðan við Kópavog ) til Hafna ( lítið þorp ,rétt sunnan við Keflavíkurflugvöll ).
Að vera Hafnað ,er slæmt ! En að koma til Hafna ,er bara alveg ágætt.
Fagurt þorp,og örugglega gott að búa.
Þaðan koma aldrei neinar fréttir,sem segir manni það ,að ekkert slæmt gerist þar.
Og fjölmiðlar koma aldrei með jákvæðar fréttir ,þannig allt er gott í Höfnum.
Ekki var ég að flytja,heldur fórnaði ég mínum gríðarlegra fagra ( hógværð er mín sterka hlið ) og sterka líkama ,til að bera allt sem fylgir búslóð.
Náði samt ,þrátt fyrir að vera mjög duglegur,að taka nokkrar myndir.
Góða skemmtun.
Athugasemdir
Mikið er alltaf gaman að sjá þínar fallegu myndir kæri Halldór.
Enn og aftur takk fyrir sendinguna um daginn.
Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 4.12.2007 kl. 00:26
Ég vil nú fá höfundalaun, þar sem baksvipurinn minn sést og húsið mitt....en án gríns....takk elsku Halldór fyrir aðstoð með flutningana. Það var ótrúlegt að sjá hvernig þú og tengdó röðuðuð Tetrislega í bílinn. Takk milljón
Garún, 4.12.2007 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.