Myndband af ofbeldi lögreglunnar

Hér er smá myndband sem ég tok í morgun.
Hér getið þið dæmt sjálf hvort lögreglan hefur farið yfir strikið.



mbl.is „Alltof harkalegar aðgerðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

http://www.youtube.com/watch?v=MCmNaLso6e4

Hlynur Jón Michelsen, 23.4.2008 kl. 15:50

2 Smámynd: Hermann Karl Björnsson

Lögreglan gekk ALLT of langt með þetta!

 ef talsmaður lögreglunar er að neita því að hafa sýnt ofbeldi þá er það rugl...

 að spreyja piparúða á saklausa konu með barn ER OFBELDI

Hermann Karl Björnsson, 23.4.2008 kl. 16:02

3 Smámynd: Oddný

vá þetta er svakalegt, maður er búin að missa alla trú á þessari lögreglu.... þetta er bara RUGL

Oddný, 23.4.2008 kl. 16:02

4 identicon

Yfir strikið ?? Hver þá Lögreglan eða vörubílstjórar og aðrir áhangendur ? Ég veit ekki hvaða lukka stýrði því að það varð ekki bílsslys á Suðurlandsveginum og vegurinn jafn lokaður eins og var´/er þarna á þessum stað.

Skil ekki hvaða andskotans fíflalæti þetta eru, friðsamleg mótmæli hefðu verið að standa jú hjá veginum ekki loka þessari lífæð út úr og inn í borgina, ég fæ kjánahroll og skammast mín þegar ég sé þessa múgæsingu sem hefur verið þarna við Rauðavatn í morgun og allan dag, styð lögregluna heilshugar í að uppræta þessi mótmæli. Enda sést hvergi ofbeldi heldur er verið að spreyja piparúða yfir mannfjöldann til að fá hann til að dreifa sér. Lítið ykkur nær drengir og hættið þessum fíflalátum, þið "vörubílstjórar " sem og áhangendur eruð eins og 15 ára krakkar sem fá enga athugli heima fyrir.

Verið málefnalegir ekki fíflalegir.

Harpa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 16:03

5 identicon

Viðbjóðsleg valdníðsla, þeir eru líklega búnir að bíða eftir tækifæri til að nýta tækin og þjálfunina sína.

Það verður forvitnilegt hvernig þeir spinna þetta í framhaldinu. Þeir tala um að koma í veg fyrir hættu sem steðjaði að almenning, en eini almenningurinn sem varð fyrir sárum þarna var laminn af lögreglu.

Vonandi verða fleiri mótmæli á næstunni. Þetta er hætt að snúast um bensínverð.

Andri (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 16:04

6 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Guðlaugur L.F. -- biðst afsökunar á titlinu.
það er rétt hjá þér - rangur titill á þessari síðu.

Halldór Sigurðsson, 23.4.2008 kl. 16:11

7 identicon

Harpa, ekkert ofbeldi? Sýndist ekki betur en svo að lögregluþjónn væri verið að berja einhvern með kylfu þarna fyrir ekki neitt!

Gaurinn (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 16:16

8 identicon

Hvað er eiginlega að þessu fólki? Býst það við að það megi bara brjóta lögin eins og ekkert sé og ekkert verði gert í málinu? Auðvitað verður tekið á ykkur. Það er oft og mörgum sinnum búið að segja ykkur að hætta þessu, en þið hlustið ekki. Atvinnubílstjórar hafa misst alla nema 15-16 ára krakka sem láta eins og fífl án þess að vita neitt um hvað málstaðurinn sem þeir berjast fyrir er í raun algjörlega röklaus.

Atvinnubílstjórar hafa komið sér í klípu sem þeir geta ekki bakkað úr - Fyrst þeir byrjuðu á þessu þá verða þeir að klára þetta og halda andlitinu, eða svo halda þeir. Myndi lítast miklu betur á ef þeir hefðu vit í kollinum og hættu þessu bulli.

Var að keyra niður Miklubrautina á leiðinni heim fyrir svona klukkustund og þá var verið að færa einn bílinn. Svo eru tveir trukkar hinum megin á veginum að "vinna"(?) og þegar þeir sjá bílinn (í togi með lögreglu við stýrið) byrja þeir að flauta eins og brjálæðingar, í "samúð" með föllnum vini? Nei, í alvörunni - Þetta er farið að ganga of langt og þið skulið bara hætta þessu - Ég tek hattinn ofan fyrir þeim sem hafa vit til þess.

Og já, svona þegar ég er í þessum gírnum, þá komu líka atvinnubílstjórar þremur konum í bobba með mótmælum sínum þegar þær voru á leið á fæðingarstofuna. Einnig misstu þrír vinnuna vegna umferðarteppu sem myndaðist vegna mótmælanna og lá við að maður missti lífið vegna bráðaofnæmiskasts sem var ekki hægt að lækna strax vegna umferðarteppu á leiðinni á sjúkrahús. Eða það gæti hafa gerst, eða gæti(mun) gerst seinna. Alveg eins og ákveðin kona með ákveðið barn sem varð fyrir piparúða vegna þess að ákveðin stofnun í landinu var að gera það sem hún á að gera. Má ég núna sjá uppþot gegn mótmælum, takk? (Ath: Veit ekki með sannleiksgildi dæmanna hér að framan...)

Benedikt (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 17:45

9 identicon

Það er greinilegt að eldri lögreglumenn voru ekki á staðnum, þessi ungu hafa ekki nóga reynslu af svona aðstæðum, því fer allt úr böndunum

Pétur (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 17:52

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hvað er kona með barn með sér að gera á vettvangi slíkra átaka? Í hennar sporum hefði ég forðað mér hið snarasta um leið og ég sá hvað var í uppsiglingu...

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.4.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband