Föstudagur, 24. október 2008
Þetta reddast allt og smá saga
Góðar fréttir loksins. Voandi að þetta fari allt að lagast.
Þar sem nú hafa undafarið verið neikvæðar réttir og allt í steik, þá datt mér í hug að deila með ykkur smá sögu.
Hún er sönn og umræddur bílsjóri sem gerði klúðrið ,er ég.
Vona að þið hafið gaman af henni ,og myndin er af þeim bíl sem ég ók .
Seint á síðustu öld þá starfaði ég við að aka flutningabílum út um allt land,þá ók ég fyrst til Fáskrúðsfjarðar og árið eftir ,til Egilsstaða.
Fyrir þann tíma ,þá hafði ég ekki farið neitt lengra en til Hvolsvallar í austri og til Borgarnes í vestri.
Lítið annað hafði ég séð af klakanum.
Árið 1990 þá var ég að aka til Egilsstaða.
Þegar ég ók norður fyrir til Egilsstaða ,þá fór ég alltaf yfir Fljótsheiði.
Brottför var alltaf á þriðjudögum og komið til Egilsstaða á miðvikudegi.
Þá lagði maður sig aðeins á leiðinni.
Eina vikuna að vorlagi,þá var fimm tonna öxulþungi ( þungatakmarkanir ) á Fljótsheiðinni.
Ég á fullestuðum bílnum,Scaniu 142 ,ók bara hetjulega yfir eins og ekkert væri og komst upp með það.
En í næstu viku ,þá voru ennþá þungatakmarkanir á Fljótsheiðinni.
Þá hafði ég lagt mig á Akureyri ,og þegar ég vaknaði og var að koma mér af stað,þá hringdi ég í minn yfirmann , Svavar Sigurðsson ,hjá Flutningafyrirtæki Svavars og Kolbrúnar á Egilsstöðum, og spurði hann ,hvaða leið ég ætti að fara til að sleppa við Fljótsheiðina.
Svavar ,einn reyndasti bílstjóri landsins,og þekkti landið betur enn aðrir,sagði mér ,að áður en ég kæmi að heiðinni ,þá ætti ég að beygja til vinstri,og fara ,í átt að Húsavík,og út Kinn og þar til hægri einhversstaðar og inn Aðaldal og þá væri ég komin aftur á svæði sem ég þekkti.
Og með þessar upplýsingar ,hélt ég út í óvissuna ,á ókannaðar slóðir.
Veðrið var mjög gott ,hlýtt og heiðskírt.
Bjart yfir um að líta um klukkan sjö að morgni.
Og ég ek bílin löglega,og ætla mér að vera loksins löghlýðin,og fara ekki yfir Fljótsheiðina,vegna þungatakmarkana.
Og ek framhjá Ljósavatni og Goðafossi og kem að heiðinni,og sjá ,til vinstri er vegur ,og það reyndar ,malarvegur.
Enn stóðst allt það sem Svavar hafði sagt mér um leiðina.
Og ég beygi til vinstri inn á þröngan veg ,á trukknum ,og með kerru aftaní.
Ég ek þarna ,á slæmum malavegi,hægt og varlega .
Skyndilega sé ég hlut sem ég hafði ekki séð áður á þjóðvegum landsins, og það sem ég sá ,var hlið !
Datt fyrst hug að þetta tengdist eitthvað sauðfjárveikivörnum.
Ég stoppa,fer út og opna hliðið,inn í bíl aftur og í gegn ,og út og loka hliðinu á eftir mér.
Held áfram , og sé svo að ég er að nálgast sveitabæ,og þegar ég ek í hlað,þá sé ég að vegurinn endar þarna !
Og þetta var klassískur sveitabær ,íbúðarhús,hlaða fjós og allur pakkin.
Enga hreyfinu sá ég ,og tek mig til ,og reyni að ná góðri U beygju ,og vona að engin sjái mig, en sakir stærðar bílsins ,þá þurfti ég aðeins að stoppa og bakka ,til að geta snúið mér við ,og svo þegar ég loks sný rétt,og er um það bil að stíga olíugjöfina í botn,þá lít ég til vinstri ,og sé þá rétt við hliðina á bílnum,eitt stykki bónda í öllu sínu veldi.
Ég sá mína skömm,sæng ,og allt annað ,útbreidda.
Ég drap á bílnum,og opnaði rúðuna og bauð ,að bílstjóra sið ,Góðan daginn ,bóndi sæll .
Og útskýrði vandamál mitt,vanþekkingu á landi og þjóð,og til að halda uppi heiðri heimabyggðar minnar ( Reykjavík ) þá sagðist ég að sjálfsögðu vera borin og barnfæddur Egillstaðamaður.
Bóndi tók þessu vel,og gerði létt grín að þessu ,og líklega var þetta stærsti atburðurinn sem gerðist þarna hjá honum þetta árið.
Eftir afsakanir mínar og útskýringar,kvöddumst við ,og ég lagði ,lúpulegur af stað til baka.
Á leiðinni til baka ,þá hringdi ég í Svavar,og sagði honum hvað hafði gerst og kvartaði undan leiðbeiningum hans.
Eftir um fimm mínútur ,eftir að hann hætti að hlæja,þá tilkynnti hann mér ,að ég væri algjör ( óprenthæf lýsingarorð ) og sagði svo , að ég ætti að beygja til vinstri ,áður en ég kæmi að heiðinni ,á malbikinu !
Að lokum komst ég á rétta leið og alla leið til Egilsstaða.
Mikið grín var gert að þessu þá ,og stundum enn.
En er ég kom austur ,þá hafði sagan af klúðri mínu, farið framúr mér ,úr Þingeyjarsýslum ,og ,hringin í kringum landið og alla leið til Egilsstaða.
Skemmtileg klúður ferðast hratt á Íslandi.
Og hér er mynd af bílnum sem ég ók þá
Gagnrýni vel þeginn.
Skorar á útflytjendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.