Geir Jón reddaði þessu - myndir og myndband

Gott að sjá Geir Jón Lögregluþjón þarna á svæðinu.
Mótmælendur stóðu sig einnig vel .
Gott að sjá svona friðsamleg mótmæli og leysast með sammvinnu beggja aðila.
Gott þegar aðilar geta talað saman.



 
img60679159193ba8
 
img60759171886cu8
 
img60789188929ko0
 
img60849204155ck0
 
img60999254175hv4
 
img61029267153vn6
 
img61099279888km1
 
img61309315388dq6

mbl.is Ráðist inn í Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottar myndir hjá þér.

Burtu með spillingarfólkið.

sigga (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 21:57

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er alveg gasalegt þegar maður ætlar að brjóta sér leið með friðsamlegum hætti inn í hús sem alþýða manna á,  að mæta einhverjum löggum og svoleiðis! Ég meina það! Hvað er næst?

Flosi Kristjánsson, 1.12.2008 kl. 22:21

3 Smámynd: corvus corax

Undanfarna laugardaga hef ég tekið þátt í mótmælafundunum á Austurvelli og var ég einnig staddur í anddyri Seðlabankans í dag. Nokkrum sinnum á fundunum og einnig í dag í Seðlabankanum hef ég átt nokkur orðaskipti við Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjón og vekur það ætíð aðdáun mína og virðingu fyrir manninum hversu auðvelt hann á með að tala við fólk á jafnréttisgrundvelli, af skilningi og skynsemi. Geir Jón virðist eiga mjög auðvelt með að eiga árangursrík jákvæð samskitpi við fólk, líka þá sem eru með æsing í byrjun. Geir Jón er afburðamaður í starfi lögregluþjóns af því að hann lítur á sig sem þjón laga og réttar en ekki sem yfirvald. Ég fullyrði að ef Geir Jón hefði ekki verið í forsvari fyrir lögregluna í Seðlabankanum í dag hefði soðið upp úr. Fábjánar og hrokagikkir eins og Stefán Eiríksson lögreglustjóri, ríkislögreglustjórafíflið og dómsmálaráðherraskoffínið ættu að fá Geir Jón til að halda námskeið fyrir sig í mannlegum samskiptum því enginn þeir er fær um að vera innan um fólk, hvað þá að tala við það. Maður tekur eftir því hve fólk ber mikla virðingu fyrir Geir Jóni og það geri ég svo um munar. Það er annað en fyrirlitningin í viðhorfi almennings til flestra annarra lögregluþjóna sem halda að þeir séu bara yfirvald en ekki þjónar laganna.

corvus corax, 1.12.2008 kl. 22:59

4 Smámynd: Þór Jóhannesson

Geir Jón reddaði þessu ekki neitt, það var ungur mótmælandi sem kom með tillögu um friðsamlegan endi og löggan samþykkti. Varstu ekki þarna?

Þetta sést á þessu myndbandi:

http://www.youtube.com/watch?v=Uf9RQEfeJJI

Þór Jóhannesson, 2.12.2008 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband