Sunnudagur, 25. febrúar 2007
Gott er veðrið
En samt dálítið kalt.
Og hver ætli hafi skrifað bréfið fræga , sem allir lögfræðingarnir fengu ?
Perlan og Perlan
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Fallegt veður
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17. febrúar 2007
Eastwood
Þegar Eastwood var hérna að vinna við myndina , suður á Reykjanesi, þá kom það manni á óvart ,orkan í kallinum.
hann var út um allt ,og allstaðar.
Ég er í þessari hópmynd sem er hér við hliðina.
Á meðan við ( statistar ) vorum að drepast úr þreytu og kulda.
En Clintarinn stoppaði aldrei.
En gaman var að taka þátt í þessu , fyrir þessi " háu " laun.
![]() |
Eastwood heiðraður af Frakklandsforseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 13. febrúar 2007
biblían og samkynhneigð
Jón Valur svarar, varðandi gagnrýni minni á það sem ég tel vera ofsatrú :"Hvað er svona ofsalegt við það? Hvar er "ofsinn"?
Ofsinn og hættan við það , er það að reyna að sannfæra fólk um að um trúverðuleika þessa rits.
Og er oft vitnað í bókina , því til staðfestingar.
En hægt er finna í bókinni ( biblíunni ) flest , með og á móti öllu því sem hér fer fram.
Einnig um samkynhneigð , bæði með og á móti .
En biblían er rit sem er um túlkanir, þeirra sem hana lesa.
Er vinur Davíðs konungs , Jónatan , deyr , þá segir Davíð þetta í
SÍÐARI SAMÚELSBÓK
1:26
En að hetjurnar skyldu falla í bardaganum
og Jónatan liggja veginn á hæðum þínum!
Sárt trega ég þig, bróðir minn Jónatan,
mjög varstu mér hugljúfur!
Ást þín var mér undursamlegri en ástir kvenna.
En samkynhneigð er dæmd svona í
ÞRIÐJU BÓK MÓSE
18:22
Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri.
Það er viðurstyggð.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 13. febrúar 2007
Samkynhneigð í Kastljósi
Í gær var rætt við Alan Chambers í Kastljósi á RUV.
En Alan er , að sögn , fyrrverandi samkynhneigður .
Alan er forseti Exodus International, samtaka fyrrverandi samkynhneigðra manna .
Í umræðunni á Kastljósi , var mikið notað að samkynhneigð er röng og mikil synd , samkvæmt biblíunni.
Þrátt fyrir að búið er að sanna , vísindalega , að þeir sem eru samkynhneigðir, fæðast samkynhneigðir.
En í rökum Alans , er trúin notuð til að gagnrýna og dæma samkynhneigða.
En í þessu felst ofsatrú, að taka gamalt rit , og trúa því bókstaflega.
En í þeirri bók er margt , sem hægt er að túlka á marga vegu .
Bæði með og á móti samkynhneigð, og mörgu öðru.
En þegar að hópur einstaklinga , gengur fram með fordóma gagnvart einum hópi, og notar ríkistrúarbrögð sér til aðstoðar , ber vott um mikla vanþekkingu og hræsni.
Og er notaður texti úr biblíunni sér til stuðnings , eins og að það sé sannleikur um allt.
Einn einstaklingur ( Alan ) kemur opinberlega og tjáir sig um sín vandamál , og hans lausn á þeim , eru ekki röksemdir með eða á móti samkynhneigð.
Bókin sem hann vitnar í ,segir , bæði með og á móti , samkynhneigð.
Ofsatrú og/eða bókstafatrú er hættuleg í öllu sínu samhengi .
Að taka gamalt rit , og nota það til rökstuðnings í landi þar sem það á víst að vera trúfrelsi , er hræsni og fordómar.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 6. febrúar 2007
Geimástir ?
hún hefur brotið fyrstu reglu geimfara.
What happens in space --- stays in space .
![]() |
Geimfarinn Lisa Marie Nowak ákærð fyrir morðtilraun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Refsirammin
Refsiramminn varðandi kynferðisbrot er til staðar.
En dómarar far ekki eftir honum.
Þrátt fyrir að lög segja hve lágmarksdómar skuli vera.
Af hverju dómarar fara ekki eftir lögum er spurning , sem þarf að spyrja dómara .
![]() |
Refsingar eru að þyngjast án lagabreytinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Og hvað svo ?
Er efnahagskerfi til hugsunar ,þegar dómar eru felldir ?
Er hugsunin sú , að það er ódýrara að hafa brotamenn stuttan tíma í fangelsi heldur en langan ?
Kynferðisafbrotamenn fá yfirleitt skilorð - semsagt , þurfa ekki að sitja í fangelsi.
Heyrst hafa tölur ,um að það kosti milljón á mánuði , að hafa brotamann í fangelsi.
Hugsa því dómarar , eða fara eftir skipunum yfirmanna sinna , skilorð er ódýrara en fangelsi.
Og ódýrara er að hafa þolandan , í geðhjálp og/eða sálfræðimeðferð , en að setja brotamanninn í fangelsi þrátt fyrir að lögin segi , að svo eigi að gera.
Þurfa dómarar ekki að fara að lögum ?
Forgangsröð dóma er furðuleg --- Kynferðisbrot = skilorð
þjófnaður = fangelsi
![]() |
Hæstiréttur styttir dóm yfir kynferðisglæpamanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. febrúar 2007
Dómar
Nú hefur Moggin birt mynd af Hæstaréttardómurum á forsíðunni.
Og tilefnið er gagnrýni á lækkun Hæstaréttar á dómi héraðsdóms á kynferðisafbrotamanni.
Og talandi um gagnrýni á Dómara Íslands.
Hver sér um eftirlit með dómurum ?
Eða eru þeir undanþegnir lögum ?
Í Lagasafni Íslands , stendur í 194. grein um kynferðisbrot :
[Hver sem með ofbeldi eða hótun um ofbeldi þröngvar manni til holdlegs samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.]
En í flestum svona málum ,þá eru dómar yfirleitt í formi , skilorðsbundinar refsingar , og lítil fésekt.
Eru þá dómarar að brjóta lög með þessum hætti ?
Eða er ekkert eftirlit með dómurum og dómum þeirra ?
Og svona dómar gera það að verkum , að þolendur kæra síður .
Til hvers að kæra , og vitandi það að þú gætir hitt brotamannin í bíó sama kvöldið .
Og einnig að vita það að brotamaður mun ekki fara í fangelsi , þrátt fyrir að lög segja annað.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. febrúar 2007
Hef bætt við myndum
Nú hef ég bætt við fjórum myndum í albúmið.
Ummæli eru vel þgin
Dóri Sig
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)