Dómar

Nú hefur Moggin birt mynd af Hæstaréttardómurum á forsíðunni.
Og tilefnið er gagnrýni á lækkun Hæstaréttar á dómi héraðsdóms á kynferðisafbrotamanni.

Og talandi um gagnrýni á Dómara Íslands.
Hver sér um eftirlit með dómurum ?
Eða eru þeir undanþegnir lögum ?

Í Lagasafni Íslands , stendur í 194. grein um kynferðisbrot :

[Hver sem með ofbeldi eða hótun um ofbeldi þröngvar manni til holdlegs samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.]

En í flestum svona málum ,þá eru dómar yfirleitt í formi , skilorðsbundinar refsingar , og lítil fésekt.

Eru þá dómarar að brjóta lög með þessum hætti ?

Eða er ekkert eftirlit með dómurum og dómum þeirra ?

Og svona dómar gera það að verkum , að þolendur kæra síður .

Til hvers að kæra , og vitandi það að þú gætir hitt brotamannin í bíó sama kvöldið .

Og einnig að vita það að brotamaður  mun ekki fara í fangelsi , þrátt fyrir að lög segja annað. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband