Færsluflokkur: Dægurmál
Laugardagur, 15. september 2007
Mosfellsbær
Sælt veri fólkið.
Er ekki í stuði til að taka þátt í umræðum um hin ýmsu mál.
Frekar til í að setja inn myndir,og reyna að setja öll vandamál okkar til hliðar.
Og þessar myndir eru allar teknar í eða rétt hjá Mosfellsbæ.
Mosfellbær er litla þorpið ,sem vér þurfum að aka í gegnum til að komast til Borgarnes.
Og neðst er myndband,þegar Raggi Bjarna var að syngja í afmæli Mosfellsbæjar í ágúst
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 14. september 2007
Einföld spurning um Himnaríki
Sælt veri fólkið.
Margt er gott í okkar samfélagi.
Heilbrigðiskerfi ágætt,menntakerfi allt í lagi.
Og kerfi okkar þjónar þeim betur ,sem peninga eiga.
Þarf þá varla að minnast á bankaferðirnar þessa helgina.
En hvað hafa vestfirðingar gert af sér ,sem gerir það að verkum ,að vestfirðingar eru ekki til hjá stjórnvöldum,þessa litla banana "lýðveldis".
Gott dæmi um það er vegakerfið.
Hvernig stendur á því,að á Hellisheiðinni,þar sem orka er framleidd,eins og myndir hér sýna,og þar sem himnaríki er ,þangað er malbikað.
Malbikað til Himnaríkis
En Vestfirðir fá lítið af malbiki, eða hafa þeir enga fulltrúa á þingi ?
Eða hafa þeir enga ráðherra.
Eða hafa þeir fulltrúa ,en þeir hafa bara gleymt,kjósendum sínum ?
Fagurt er á Vestfjörðum,en hér eru tvö lítil dæmi um vegakerfið á þjóðvegi á Barðaströndinni.
En þingmenn og/eða fulltrúar kjósenda -- Hægt var að kjósa ykkur á þing, en það er líka hægt að kjósa ykkur AF þingi .
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 12. september 2007
Interesting !!
Semsagt ,ah,eh , hún myndi þá þola mig ?
Og þá hefur þetta verið RISA býfluga -- allt er stórt í Asíu.
![]() |
Býfluga gerði gat á fyllingu í brjósti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. september 2007
Kvöldmyndir í rigningunni
Sælt veri fólkið.
Tók mig til og skrapp í bæin , með mína litlu myndavél.
Er ekki mikill sjónvarpsglápari.
Og í bænum var fjöldi af sorglegu fólki ,klætt í grænt.
Líklega Írar,túristar.
Og sorgin líklega út af rigningunni.
Kunni ekki við að taka myndir af þeim.
En tók nokkrar aðrar í kvöld ,og vonandi hafið þið gaman af þeim.
Góða skemmtun.
Flugvél að lenda
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 9. september 2007
Hrúga af mistökum í skemmtiþáttum
Sælt veri fólkið.
Sá þátt ,sem var með mistök úr spurningaþáttum í ameríkunni.
Margt af því ótrúlega fyndið.
Góða skemmtun.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 9. september 2007
Góður Sunnudagur
Sælt veri fólkið.
Róleg helgi og allt bara í góðum málum.
Hefbundnar styrjaldir erlendis,og hið venjulega helgarofbeldi hér heima.
Því gott og gaman að fylgjast með fréttum.
Samt einnig gaman að ganga um ,og sjá og taka myndir af lífinu i þessari litlu borg.
Að sjá langar raðir að Bæjarins Bestu ,og fólk gangandi með sína litlu dverghunda.
Og hér eru nokkrar myndir frá deginum í dag .
Góða skemmtun.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 9. september 2007
Og njótið fagrar tónlistar
Sælt veri fólkið.
Vonandi kunnið þið að meta góða tónlist .
Gjörið svo vel.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 8. september 2007
Rólegur Laugardagur
Sælt veri fólkið.
Rólegt í dag,en kíkti samt á trukkasýningu,sem var haldin í Skútuvogi.
Og þar voru margir flottir og stórir trukkar.
Og fjölmenni kom til að sjá og skoða þessa gripi.
En annars var ekkert annað merkilegt að gerast í dag eða kvöld.
En tók nokkrar myndir ,bæði frá sýningunni og annarsstaðar.
Góða skemmtun.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 7. september 2007
Veðrið býður upp á ýmislegt
Sælt veri fólkið.
Þrátt fyrir að haustið sé búið að yfirkeyra sumarið í burtu,þá er það nú alls ekki alslæmt.
Því með haustinu koma aðrir litir og birta.
Og þokan sem var í dag ,yfir Hellisheiði og annarstaðar , getur líka verið falleg.
Og bara taka öllu þessu með þolinmæði.
Og hér eru tvær myndir sem ég tók í dag.
Góða skemmtun.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 5. september 2007
Vaktað bílastæði
Sælt veri fólkið.
Eftir mikla umferð í dag ,á leið heim úr vinnu,þá var ég ný hálf fegin að stæði mitt virðist vera vaktað.
Og það af ketti.
Því um leið og ég var búin að leggja bílnum,þá fór hann og lagðist til hvílu í garðinum.
Og tók meira segja myndir af öllu saman.
Góða skemmtun .
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)