Þingmenn fá ýmislegt ókeypis ---- nýtt samþykkt frumvarp

...alþingismenn skuli eiga rétt á að fá greiddan ýmsan kostnað, svo sem við kaup á gleraugum eða heyrnartækjum, krabbameinsleit, líkamsrækt o.fl.....

 http://www.althingi.is/altext/140/s/1606.html


Ekki eru þetta ódýr tæki ---- heyrnatæki ,gleraugu,líkamsrækt , veit til þess að fólk hefur ekki haft efni á að borga læknum sínum ,en gott að vita að Alþingismenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af lækniskostnaði,þó svo að kjósendur þurfi að hafa þær áhyggjur .

Gott að vita til þess að Þingmenn muni nú heyra vel ( heyrnatæki ,nokkur hundruð þúsundir króna ) og einnig að þeir sjái vel ( gleraugu ,ekki ódýr á Íslandi ) .


Jæja --- næst þegar ég sé þingmann og /eða ráðherra , í líkamsrækt , þá mun ég ganga til hans/hennar , og hvetja hann/hana áfram --- því samkvæmt nýjum lögum Alþingis --- þá er Alþingi að borga ræktina fyrir viðkomandi --- semsagt ,ég ,í formi minna skatta .
Og ég vil sjá árangur fyrir aurana mína sem ég borga fyrir líkamsrækt þingmannisns/ráðherrans ---

Jæja --- næst þegar ég sé þingmann og /eða ráðherra ,með gleraugu ,þá mun ég ganga til hans/hennar ,og fá að máta gleraugu viðkomandi , því samkvæmt nýjum lögum Alþingis --- þá er Alþingi að borga gleraugu viðkomandi þingmanns/ráðherra --- og mér finnst allt í lagi að ég fái að sjá ,hvort viðkomandi þingmaður/ráðherra ,hafi keypt gæðavöru , þar sem ég borgaði þetta , í formi minna skatta .

Við eigum alltaf að fylgjast með með því sem við borgum

Þetta var samþykkt samhljóða á Alþingi --- gott að vita af samstöðu þingmanna Íslands .


mbl.is Verðum að vera sókndjörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband