Lítið hugsað um fólkið í landinu - myndband

Allt á að gera til að bjarga fyrirtækjunum.
Á meðan flytur ein fjölskylda á hverjum degi til útlanda.
Menn eru fljótir að gleyma loforðum þeim sem voru viðhöfð fyrir kosningar.
Fyrirtækin fá skjaldborgina ,en fólkið má gleyma aðstoð þeirri sem lofuð var.
Gaman væri ef stjórnmálamenn litu út um gluggan úr sínum fílabeinsturni ,og sjá hvað er að gerast hjá fólkinu sem kaus þá.
Líklega eru flestir hjá fjölskylduhjálpinni ,að reyna að fá mat handa sér og sínum.
Félagsmálaráðherra fagnar brottför fólksins,og lítur á þetta sem menntaferð og að fólkið komi svo til baka með menntun og reynslu.
Því telur hann að fólkið komi aftur ,eftir þessa meðferð sem það hefur fengið fá stjórnvöldum þessa lands ?
Hérna er myndband - og kannski eru búslóðir um borð í skipinu .





mbl.is Óttast klofning í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Góður pistill Dóri. Fílabeinsturninn er firring stjórnmálamannanna. Þeir vita ekki hvernig almenningur upplifir sífellt meiri þrengingar! Við höfum menntast ágætlega í vetur. Við erum búin að læra að Samfylkingin er ekki félagshyggjuflokkur sem dæmi.

Margrét Sigurðardóttir, 21.5.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband