Færsluflokkur: Dægurmál
Laugardagur, 8. mars 2008
Myndband og myndir af Þyrlusýningu í Reykjavík
Sá í dag Þyrlusýningu gæslunnar við sjómannaskólan.
Mjög gott veður til þess og frábært að sjá gæsluna við sín störf.
Fjöldi fólks var þar og ekki fannst öllum gaman.
Hávaðinn og rokið,þ.e. ef þú varst nálægt þyrlunni ,var mikið.
Einnig kíkti ég til Viðeyjar
Tók nokkrar myndir og lítið myndbandsbrot
Góða skemmtun




Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 6. mars 2008
Samt er vorlykt
Tel samt að vorið sé að læðast uppað okkur.
Hef fundið stuttbuxurnar,sólgleraugun,bolin og töflurnar.
Er til í að stökkva í þeta allt saman með stuttum fyrirvara.
Enn einn vorboðin sást í dag og náði ég mynd af honum.
Það er að sjálfsögðu regnboginn.
![]() |
Veður fer víða versnandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Gleðilegt sumar !
Skýjafarið í dag var þess efnis - að það virðist vera ganga yfir okkur vor ,og þarafleiðandi - SUMAR.
Það þýðir - sólgleraugu-bolur-stuttbuxur-töflur og ipod í eyrun.
Sé fram á sólbað á næstunni.
Nú er bara að fara í geymsluna og finna sumarfatnaðinn og henda inn heimskautagallanum.
Tók myndir af skýjafari dagsin sem staðfestir að sumarið er komið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 4. mars 2008
Hér er auglýsing Jack Nicholson fyrir Hillary Clinton
Flott auglýsing fyrir Hillari Clinton í forsetaframboðinu í Ameríkuni.
Og Jack Nicholson er í aðalhlutverki.
Góða skemmtun
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 3. mars 2008
Enn góður veðurdagur
Fagurt veður í dag - og flestir vegir færir.
Spáin bara góð ,leiðindaveður og bömmer.
Opinberir starfsmenn spá yfirleitt alltaf illa ( veðurfræðingar )
Vona að ég lendi eigi í málaferlum út af þessum ummælum !?!
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók í dag.
Góða skemmtun
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1. mars 2008
Góður dagur í dag
Kíkti í dag í Smáralind.
Veðrið uppá sitt besta og ekki mjög margir í lindinni.
Eyddi samt meiri tíma utandyra og tók nokkrar myndir.
Margir voru að njóta veðursins í dag.

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1. mars 2008
Viðey og Esjan
Skýin læddumst um Esjuna.

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 28. febrúar 2008
Bankinn minn tekur og tekur
Skrapp í bankann minn í dag.
Enn heldur hann áfram að taka af ,og gefa lítið til baka.
Samt var gaman að gefa honum,tel að hann noti það vel.
Gott er einnig ,að hann býður mér uppá ágætis fæði eftir að hafa gefið honum sitt.
Bankinn minn tekur bara blóð og líklega er mitt blóð ágætt.
Allavega hringja þeir oft og vilja meira.
Hvet alla til að heimsækja þennan banka og gefa honum.
Blóðbankinn er góður banki.
Á heimleiðinni tók ég nokkrar myndir og náði mynd af gömlum traktor í góðri notkun.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Flottur köttur
Minnir á einhvern úr Guðföðurnum.

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Gleymdi landshlutinn
Hér eru myndir frá þeim landshluta,þar sem bannað er að bæta vegina.
Og að sjálfsögðu er þetta Vestfjarðarkjálkinn.
Fallegt er þar ,en vegakerfið býður ekki uppá góða vegi til að ferðast þar.
Næsti Samgönguráðherra verður að vera þaðan,til að eitthvað sé gert.
En núverandi Ráðherra er eigi þaðan.
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók þar í fyrra.
Sú ferð kostaði miklar viðgerði á sjálfrennireið minni ,eftir að hafa ekið um þarna.
Fallegt er á Vestfjörðum,en vegakerfið er ekki gott.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)