Færsluflokkur: Dægurmál
Laugardagur, 8. desember 2007
Margt að sjá í dag.
Kalt var í dag,en veðrið samt gott.
Gaman að rölta um bæin og leika sér með myndavélina.
Mikil umferð í dag,fólk komið í jólagírinn.
Er sjálfur ekki komin í jólagírinn.
Hér eru nokkrar myndir.
Góða skemmtun
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 8. desember 2007
Flott ljósið
Flott er ljósið.
Svo mun verða kveikt á því aftur þann 31. desember.
![]() |
Fjölmenni í Viðey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 7. desember 2007
Gott er að njóta dagsins.....
Gott veður var loksins í dag.
Og skýjafarið mjög fallegt.
Samt eru þeir að leika sér , og geta ekki horft í kringum sig !
Hólar og fjöll gerðu mig hamingjusaman í dag.
Og skýin klikka aldrei.
Góða skemmtun
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 6. desember 2007
Fagurt vetrarveður
Fallegt var í kvöld.
Snjórin búin að klæða borgina.
Gaman að sjá breytinguna sem verður með birtuna.
Tók enn eina mynd ,seint í kvöld .
Góða skemmtun
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 6. desember 2007
Stórfréttir frá Skaganum
Og þær stórfréttir eru að kímni gerði vart við sig þar í kvöld.
Það engin smá kímni,heldur Alþjóðleg kímni á háu plani.
Svo í öðru lagi,þá veit fólk núna hvar Akranes er !
Að hringja í Georg forseta er snilld.
Að senda einhvern annan í sinn stað í viðtal á stöð 2 - er gargandi snilld.
Við þurfum ekkert Spaugstofuna á laugardaginn,bara endursenda út viðtölin við Víifil eitt og Vífil tvö .
Annars var gaman að rölta í dag og kvöld og taka myndir af þokubökkum og snjóklæddum trjám hér í bæ.
Góða skemmtun
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 4. desember 2007
Leiðindaveður ,en samt er eitthvað sem náði að gleðja mann.
Og það var skýjafarið.
Gaman að sjá hvernig form skýin geta komið sér í ,þegar veður er hvasst.
Þannig að dagurinn var ekki alveg eyðilagður.
Væri gaman ef það kæmu fleiri svona dagar.
Tók nokkrar myndir af fegurðinni.
Góða skemmtun
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 1. desember 2007
Fyrsta heimsók mín til þorps sem heitir.....
Sælt veri fólkið.
Dagurinn byrjaði ágætlega . Fagurt veður ,kalt en rólegt.
Svo byrjaði dagurinn fyrir alvöru.
Búlslóðarflutningur , frá Reykjavíkurborg ( ágætis borg ,rétt norðan við Kópavog ) til Hafna ( lítið þorp ,rétt sunnan við Keflavíkurflugvöll ).
Að vera Hafnað ,er slæmt ! En að koma til Hafna ,er bara alveg ágætt.
Fagurt þorp,og örugglega gott að búa.
Þaðan koma aldrei neinar fréttir,sem segir manni það ,að ekkert slæmt gerist þar.
Og fjölmiðlar koma aldrei með jákvæðar fréttir ,þannig allt er gott í Höfnum.
Ekki var ég að flytja,heldur fórnaði ég mínum gríðarlegra fagra ( hógværð er mín sterka hlið ) og sterka líkama ,til að bera allt sem fylgir búslóð.
Náði samt ,þrátt fyrir að vera mjög duglegur,að taka nokkrar myndir.
Góða skemmtun.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 30. nóvember 2007
Alltaf nóg að gera .....
Sælt veri fólkið.
Nú styttist í kjarasamningaviðræður,sem þýðir ,að fólk ,sem nennir að vinna ,fær lítið .
Samt er alltaf nóg að gera.
Næg atvinna ,handa þeim sem nenna að vinna.
Og ekki vantar verkefni,eins og myndin neðst á síðunni sýnir.
Virkilega gaman er að hlusta á útvarp Sögu ,milli 9 og 11 á föstudögum.
Þá er í heimsókn hjá Sigurði G. ,Herra Guðmundur hagfræðingur par elegance.
Alger snillingur í hagfræðimáloum og svo er ekki verra að hann hefur líka kímnigáfu.
Baðst reyndar afsökunar í morgun .
Guðmundur baðst afsökunar á því ,á að hafa kennt núverandi fjármálaráðherra ,stærfræði.
Betra útvarpsefni er ekki til .
Mæli með því ,að á milli 9 og 12 á morgnanna ,að stilla á Útvarp Sögu.
Betra útvarpsefni ekki ekki til.
Og svo er smá myndband með frábærri sveit manna .
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24. nóvember 2007
Fagurt en kalt kvöldið
Sælt veri fólkið.
Ákvað að sleppa sjónvarpinu í kvöld,og rölti aðeins út með mína litlu myndavél.
Fagurt skýjafarið,með tunglið í aðalhlutverki.
Friðarljósið lýsti fagurt upp himininn.
Þar var ljósmyndari,með þrífótinn og alvöru myndavél.
Ég hálf skammaðist mín. Fyrir að vera með ómerkilega vél ,miðað við hans vél.
Samt virkilega gaman að njóta útsýnis ,þegar tung er fullt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 22. nóvember 2007
Kvöldið er flott
Sælt veri fólkið.
Var í heimsóknum í kvöld hjá kunningjafólki.
Og þá er gaman að taka myndir,frá háum stöðum.
Gefur aðra sýn á borgina.
En samt var kalt,og það virðist vera kaldara ,eftir því sem ofar dregur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)